Lífið

Ég átti að vera upp á punt, segir forstjóri Iceland Express

Matthías Páll Imsland forstjóri Iceland Express var plataður.
Matthías Páll Imsland forstjóri Iceland Express var plataður.

,,Já það er rétt ég er formaður knattspyrnudeildar ÍR og er búinn að vera það í 2 ár," segir Matthías Páll Imsland forstjóri Iceland Express þegar Vísir spyr hann út í félagsstarfið hjá íþróttafélaginu ÍR og hvort maður í hans stöðu hefur tíma fyrir slíkt.

,,Upphaflega er ég KR-ingur en það er nú þannig að ég bý í Breiðholtinu og börnin mín koma öll til með að fara í ÍR. Ég var beðinn um að taka starfið að mér."

,,Úlfar Steindórsson formaður ÍR vissi að ég bý í hverfinu og spurði hvort ég væri tilbúinn að taka þetta að mér. Það er nú þannig að ég var plataður í þetta en ég læt oft plata mig í eitthvað sem er ekki góður eiginleiki."

,,Í upphafi var mér tjáð að formennskan myndi ekki taka mikinn tíma, fólk hefði skilning á að ég hefði ekki endalausan tíma. Átti kannski að verða þarna pínu upp á punt því ég hef mikið að gera en auðvitað fyllist ég metnaði fyrir hönd ÍR þrátt fyrir annasama daga hjá Iceland Express."

,,Breiðholtið er eitt af stærstu hverfum borgarinnar og við höfum svakalegan metnað til að gera góða hluti í hverfinu. Eins og staðan er núna þá eru knattspyrnulið ÍR á hraðri uppleið, karlaliðið er í efsta sæti í 2. deild og kvennaliðið í 1. deild hefur nú þegar unnið alla leiki nema einn."

,,Og nú er ætlunin að byggja íþróttahús og stefnt er að því að aðstaðan verði frábær. Þannig að það er mikil stemning fyrir betrumbótum, það er mikill meðbyr með ÍR núna," segir forstjórinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.