Lífið

Horft til himins á Bahama með Sigurjóni Digra

Stuðmenn hafa verið árlegir gestir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum undanfarin ár.
Stuðmenn hafa verið árlegir gestir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum undanfarin ár. MYND/ANTON BRINK

Líkt og síðastliðin ár verða tónleikar um verslunarmannahelgina íFjölskyldu- og húsdýragarðinum. Sunnudaginn 3. ágúst munu Stuðmenn, Nýdönsk, Ingó og veðurguðirnir með Frey Eyjólfsson sem kynni, skemmta þeim sem ekki hyggjast leggja land undir fót um helgina.

Tónleikar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið stærsta útihátíð landsins síðustu verslunarmannahelgar með um 10.000- 15.000 gesti og ekki er von að það breytist í ár.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 19:30 en garðurinn er opnaður kl 18:30 þar sem ókeypis er í tækin. Miðasala er hafin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og hjá midi.is en einungis kostar 1000 kr inn fyrir fullorðna en 500 kr fyrir krakka 5-12 ára. Árskortshafar garðsins fá hinsvegar frítt inn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.