Lífið

„Fæðingin gekk svo vel," segir Svali nýbakaður pabbi

Svali klippti á naflastrenginn.
Svali klippti á naflastrenginn.

Sigvaldi Kaldalóns geðþekki útvarpsmaðurinn á FM957, betur þekktur sem Svali, eignaðist sitt þriðja barn í morgun með konu sinni Jóhönnu Katrínu Guðmundsdóttur. Vísir hafði samband og óskaði honum innilega til hamingju.

„Þetta er allt í góðu við erum í algjörum rólegheitum hérna. Fæðingin gekk svo vel. Konan mín er úr sveit og virðist vera fædd í þetta. Drengurinn er 15 og hálf mörk og 52 cm að lengd," segir Svali hinn ánægðasti.

Færðu frí frá morgunþættinum Zúúber?

„Sko við vorum að koma úr sumarfríi og ég verð í fríi í sirka tvær vikur en síðan mæti ég aftur í þáttinn með Siggu og Gassa. Ég hef ekki hugmynd um hver leysir mig af. Í morgun leysti Brynjar Már mig af því konan mín hringdi í mig klukkan átta og sagði að eitthvað mikið væri að gerast og ég rauk auðvitað út. Við vorum komin uppá fæðingardeild klukkan hálf tíu og drengurinn fæddist tólf mínútur yfir tíu."

Klipptir þú á naflastrenginn?

„Já já ég gerði það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.