53 ára Kópavogsbúi, sem þar til nýlega var kennari við Háskólann í Reykjavík, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sjö stúlkum.
Hann var einnig dæmdur til þess að greiða þeim miskabætur. Hæstu miskabæturnar fékk stjúpdóttir mannsins, eða tvær milljónir.
Ákæran á hendur manninum var í 22 liðum en hann var ákærður fyrir brot gegn sjö stúlkum, þar á meðal gegn dætrum sínum og stjúpdóttir.
Í upphafi snerist rannsókn lögreglunnar að meintri misnotkun háskólakennarans á tveimur dætrum hans, stjúpdóttir sinni og fjórum vinkonum þeirra. Síðar bættust tvö uppkomin börn hans, sem hann á með fyrri konu sinni, við hóp kærenda.
Lögregla hætti hins vegar rannsókn á þeim málum þar sem þau eru fyrnd. Því var ekki ákært vegna þeirra.
Níu mál voru því rannsökuð en sjö þeirra leiddu til ákæru.
Brotin sem háskólakennarinn er dæmdur fyrir eru að gróf að mati héraðsdóms sem segir hann hafa misnotað sér sakleysi stúlknanna. Þá kemur fram í dómnum að framburður mannsins hafi einkennst af því að hann vilji draga úr ábyrgð sinni og varpa þeim yfir á þolendur misgjörða sinna.
Á móti kemur að kennarinn hefur ekki gerst brotlegur áður.
Að sögn Oddgeirs Einarssonar, verjanda mannsins, hefur ekki verið tekin ákvörðun um áfrýjun til Hæstaréttar.