Erlent

Vítisenglar klofnir í afstöðu sinni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Innbyrðis deilur í vélhjólasamtökunum Vítisenglum í Kaupmannahöfn hafa klofið samtökin í tvær fylkingar.

Félagar í Vítisenglum eru ekki allir á eitt sáttir um afstöðu samtakanna gagnvart félagsskap innflytjenda sem átt hafa í harðvítugum deilum við vélhjólasamtökin upp á síðkastið með þeim afleiðingum að skotbardagar hafa brotist út oftar en einu sinni. Talsmaður Vítisengla segir félagsskapinn nú hafa klofnað í ósvikna áhugamenn um vélhjól annars vegar og harðsvíraða stríðsæsingarmenn hins vegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×