Innlent

Dæmd fyrir að reyna að stela lyfjum í íbúðum geðfatlaðra

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í þjónustuíbúðir geðfatlaðra í Vallartúni á Akureyri og leitað þar að lyfjum til að stela. Hún hvarf hins vegar af vettvangi þegar hún fann ekki neitt og þjófavarnarkerfi hússins fór í gang.

Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi og sagðist hafa leitað aðstoðar vegna fíknar sinnar. Hún lýsti ástandi sínu á verknaðarstundu svo að hún hefði verið í „neyslugeðveiki." Í ljósi þessa þótti dómnum rétt að skilorðsbinda refsinguna yfir konunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×