Erlent

Tónleikum lyktaði með hópslagsmálum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tónleikum með bresku poppsveitinni The Street sem haldnir voru í Kaupmannahöfn í gærkvöldi lauk með hópslagsmálum og fjöldahandtökum.

Þegar tónleikarnir stóðu sem hæst hófust átök nokkurra manna á gólfinu sem stigmögnuðust þar til tíu til fimmtán manns börðust sem óðir væru í tónleikasalnum. Lögregla kom fljótlega á vettvang og handtók þá sem mest höfðu sig í frammi. Enginn hlaut alvarleg meiðsli í ryskingunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×