Innlent

Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 18 prósent

MYND/GVA

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 6 prósentustig, úr tólf prósentum í 18. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Þar kemur enn fremur fram að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni verði birtur klukkan 11 á heimasíðu Seðlabankans. Fram hefur komið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem lána mun íslenskum stjórnvöldum fé, leggi áherslu á að hefta flæði fjármagns úr landinu og hefur vaxtahækkun verið nefnd sem leið til þess.

Vísir greindi frá því fyrir rúmri viku að tvö helstu skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í viðræðum við Íslendinga væru þau að krónunni yrði komið aftur á flot og að stýrivöxtum yrði haldið háum.










Tengdar fréttir

IMF: Krónuna á flot og háa stýrivexti

Tvö helstu skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í viðræðum við Íslendinga eru þau að krónunni verði komið aftur á flot og að stýrivöxtum verði haldið háum. Þetta hefur fréttastofan eftir áreiðanlegum heimdildum. Sömu heimildir herma að ákvörðun í málinu verði tekin á næsta sólarhring.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×