Erlent

Bretar kynna nýjar reglur gegn hryðjuverkamönnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jacqui Smith.
Jacqui Smith. MYND/AP

Breski innanríkisráðherrann Jacqui Smith kynnir í dag nýjar reglur sem gera eiga hryðjuverkamönnum erfiðara um vik að öðlast dvalarleyfi í Bretlandi.

Gera reglurnar ráð fyrir að aðilum sem grunaðir eru um aðild að öfgahópum verði gert að gefa yfirlýsingu um skoðanir sínar og að þeir styðji lýðræði, ætli þeir að fá að stíga fæti á breska grund. Sönnunarbyrðin mun þó áfram hvíla á stjórnvöldum sem þurfa að sýna fram á að þeir sem grunaðir eru um græsku séu háskalegir landinu eða hafi óæskilegar skoðanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×