Erlent

Verkamannaflokkurinn sækir á í Bretlandi

MYND/AP

Breski Verkamannaflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið ef marka má nýja könnun breska blaðsins Independent.

Þar kemur fram að forysta Íhaldsflokksins hafi minnkað úr 19 prósentum í átta í skoðanakönnunum á síðustu tveimur mánuðum. Íhaldsmenn mælast nú með 39 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum minna en fyrir mánuði, og þá mælist Verkamannaflokkurinn með 31 prósent og bætir við sig tveimur prósentustigum. Enn fremur njóta Frjálslyndir demókratar fylgis 16 prósenta Breta.

Þetta þýðir meðal annars að Íhaldsflokkinn vantar átta sæti upp á hreinan meirihluta ef kosið væri nú en fyrir tveimur mánuðum var sá meirihluti mjög tryggur. Talið er að frammistaða Gordons Browns forsætisráðherra í yfirstandandi efnahagsþrengingum séu ástæða þess að fylgi Verkamannaflokksins eykst nokkuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×