Innlent

Íslendingur í Feneyjum slapp vel úr flóði

Feneyjar í gær. Mynd/ Þovaldur Baldurs.
Feneyjar í gær. Mynd/ Þovaldur Baldurs.

Menn gengu um í vöðlum í Fenenyjum í gær vegna mikilla flóða. Þorvaldur Baldurs, sem hefur búið þar um skeið, segir að þó það flæði oft komist ástandið sjaldan í líkingu við það sem það var í gær. Þá hafi flóðið náð 156 sentimetra hæð.

„Menn eru í vöðlum, það þýðir ekkert að vera í stígvélum. En þetta er bara eitthvað sem að Feneyjabúar eru vanir," segir Þorvaldur í samtali við Vísi. Hann bendir á að það flæði öðru hvoru þarna, en flóðið hverfi jafnóðum. Í gær hafi það horfið á tveimur klukkustundum.

Þorvaldur segir að í svona ástandi flæði inn í allar búðir og inn á hótel og allt sem er á jarðhæð. Af þessu geti orðið töluverðar skemmdir en fólk sé orðið vant þessu og sé með hlera við dyrnar sem loki fyrir flóðin. Þorvaldur segir að hann sjálfur hafi sloppið vel þrátt fyrir að búa á jarðhæð. Vatnið hafi ekki komist inn í íbúðina hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×