Lífið

Ekki gleyma smáfuglunum

Það er ekki bara mannfólkið sem þarf að óttast um hag sinn þessa dagana. Fuglavernd sendi frá sér tilkynningu í dag, þar sem félagið minnir á smáfuglana nú þegar vetur brestur á af fullum þunga.

„Fuglarnir þurfa fjölbreytta fæðu, eiginlega hefur hver tegund sinn matseðill. Og í kuldum brenna þeir miklu til að halda á sér hita," segir í tilkynningunni. „Fita er það fóður sem hentar flestum fuglum vel í kuldum. Sem dæmi um matseðla má nefna brauð, epli, fitu, kjötsag, matarafanga handa þröstum, störum og hröfnum, sólblómafræ eða páfagaukafræ handa auðnutittlingum, kurlaður maís og hveitikorn handa snjótittlingunum."

„Nauðsynlegt er að gefa reglulega. Fuglarnir þurfa mest á næringu að halda kvölds og morgna. Ýmsir framandi gestir úr heimi fugla, sem hafa lent hér í hrakningum, leita oft á staði þar sem fuglum er gefið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.