Enski boltinn

Moyes heldur ótrauður áfram

NordicPhotos/GettyImages

David Moyes ætlar ekki að leggja árar í bát þó liði hans Everton hafi mistekist að komast í riðlakeppni Uefa bikarsins þegar það tapaði fyrir Standard Liege í gær.

Moyes hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Everton og því hefur verið haldið fram að hann væri að hætta hjá félaginu.

"Við höfum farið í gegn um erfiða tíma áður og allir stjórar lenda í mótlæti, ég er þar engin undantekning. Það er ekki gefið að menn vinni alla leiki og stjórar vita að þeir muni lenda í mótlæti annað slagið, en ég er ekki á förum," sagði Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×