Tinna: Einn besti dagurinn á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 16:06 Tinna Helgadóttir. Mynd/Vilhelm Tinna Helgadóttir var hæstánægð með árangur dagsins á Evrópumótinu í badminton enda vann hún allar þrjár viðureignir sínar í dag. Tinna keppti í tveimur viðureignum í tvenndarleik með Helga Jóhannessyni í dag og unnust þær báðar. Tinna og Helgi eru því komin áfram í 16-liða úrslit. Tinna vann sömuleiðis góðan sigur á sterkum andstæðingi í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna. „Þetta er það sem maður hefur stefnt að og búið að vera alveg rosalega gaman. Ég held að þetta sé einhver besti dagurinn á mínum ferli, allavega í einstaklingskeppninni," sagði Tinna í samtali við Vísi í dag. Hún segir að fyrir leikinn gegn pólska parinu í annarri umferð tvenndarkeppninnar hafi hún og Helgi ekki búist endilega við sigri. „En svo náðum við að spila alveg ótrúlega vel. Við unnum fyrstu lotuna í bráðabana og náðum okkur svo mjög vel á strik í annarri lotunni. Þau fóru eiginlega bara í fýlu og við tókum þau hreinlega í nefið." Andstæðingur Tinnu í einliðaleiknum er í 80. sæti á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins. „Ég er nú varla inn á þessum heimslista og var ég ótrúlega ánægð með þennan sigur." Á morgun bíða henni erfiðir andstæðingar, bæði í einliðaleiknum sem og tvenndarkeppninni. „Á morgun spila ég gegn stelpu í einliðaleiknum sem hefur orðið Evrópumeistari og unnið mörg mót. Þetta snýst því meira um hversu mörg stig ég fæ gegn henni," sagði hún í léttum dúr. „Það er svo mjög sterkt breskt par sem bíður okkar í tvenndarkeppninni og verður svipað upp á teningnum þar. Við ætlum bara í leikinn til að gera okkar besta." „Það er viðbúið að mæta svo sterkum andstæðingum þegar maður er kominn þetta langt í mótinu og ekkert nema gott um það að segja." Fyrr í vikunni var keppt í liðakeppni á Evrópumótinu og þar náði íslenska landsliðið að halda sæti sínu í A-deild mótsins eftir frækinn sigur á Finnum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið héldi sæti sínu í keppni þeirra bestu. „Það var alveg frábær sigur enda höfum við ekki unnið Finna í 20 ár. Það er því ekki hægt að segja annað en að þessi ferð hefur verið toppurinn á tilverunni hjá okkur." Erlendar Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
Tinna Helgadóttir var hæstánægð með árangur dagsins á Evrópumótinu í badminton enda vann hún allar þrjár viðureignir sínar í dag. Tinna keppti í tveimur viðureignum í tvenndarleik með Helga Jóhannessyni í dag og unnust þær báðar. Tinna og Helgi eru því komin áfram í 16-liða úrslit. Tinna vann sömuleiðis góðan sigur á sterkum andstæðingi í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna. „Þetta er það sem maður hefur stefnt að og búið að vera alveg rosalega gaman. Ég held að þetta sé einhver besti dagurinn á mínum ferli, allavega í einstaklingskeppninni," sagði Tinna í samtali við Vísi í dag. Hún segir að fyrir leikinn gegn pólska parinu í annarri umferð tvenndarkeppninnar hafi hún og Helgi ekki búist endilega við sigri. „En svo náðum við að spila alveg ótrúlega vel. Við unnum fyrstu lotuna í bráðabana og náðum okkur svo mjög vel á strik í annarri lotunni. Þau fóru eiginlega bara í fýlu og við tókum þau hreinlega í nefið." Andstæðingur Tinnu í einliðaleiknum er í 80. sæti á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins. „Ég er nú varla inn á þessum heimslista og var ég ótrúlega ánægð með þennan sigur." Á morgun bíða henni erfiðir andstæðingar, bæði í einliðaleiknum sem og tvenndarkeppninni. „Á morgun spila ég gegn stelpu í einliðaleiknum sem hefur orðið Evrópumeistari og unnið mörg mót. Þetta snýst því meira um hversu mörg stig ég fæ gegn henni," sagði hún í léttum dúr. „Það er svo mjög sterkt breskt par sem bíður okkar í tvenndarkeppninni og verður svipað upp á teningnum þar. Við ætlum bara í leikinn til að gera okkar besta." „Það er viðbúið að mæta svo sterkum andstæðingum þegar maður er kominn þetta langt í mótinu og ekkert nema gott um það að segja." Fyrr í vikunni var keppt í liðakeppni á Evrópumótinu og þar náði íslenska landsliðið að halda sæti sínu í A-deild mótsins eftir frækinn sigur á Finnum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið héldi sæti sínu í keppni þeirra bestu. „Það var alveg frábær sigur enda höfum við ekki unnið Finna í 20 ár. Það er því ekki hægt að segja annað en að þessi ferð hefur verið toppurinn á tilverunni hjá okkur."
Erlendar Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira