Vinsældir hljómsveitarinnar Á móti Sól virðast miklar um þessar mundir. Strákarnir munu spila á hestamannaballi í Danmörku í lok mánaðarins og er nú þegar orðið uppselt á ballið.
Það voru Expressferðir sem skipulögðu pakkaferð á ballið sem er hluti af lokahófi Gangarts Cup sem er hestamannamót þar sem íslenski hesturinn er í aðalhlutverki.
„Það er með öllu uppselt í ferðina, og okkur skilst að ekki sé hægt að bæta við fleiri sætum. Þó er rétt að fylgjast með á vef Express ferða, það er aldrei að vita hvað þeir ná að galdra fram úr hestahattinum," segir á bloggsíðu hljómsveitarinnar.
Þar íslendingum búsettum í Danmörku bent á að fara á vef mótsins og næla sér í miða.