Augljóst að kosningasjóður borgaði fötin segir fyrrverandi formaður SUF 20. janúar 2008 12:14 Björn Ingi Hrafnsson. MYND/Gunnar Fyrrverandi formaður ungra Framsóknarmanna segir í pistli heimasíðu sinni augljóst að kosningasjóður hafi borgað fyrir föt Björns Inga í síðustu kosningabáráttu. Hann hafi kallað eftir reikningum kosningabaráttunnar þegar hann sat í stjórn kjördæmasambandsins í Reykjavík en ekki fengið. Upphaf málsins má rekja til bréfs sem að Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, sendi flokksmönnum í Reykjavík. Í bréfinu var meðal annars fjallað um fatakaup forystumannaflokksins í borginni og sagt gróusögur hafi grasserað um að þeir hafi fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2006 keypt sér föt fyrir hundruð þúsunda á kostnað flokksins. Í nýjum pistli á heimasíðu sem að Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður ungra Framsóknarmanna, heldur úti segist Haukur hafa séð fötin á kosningaskrifstofu flokksin sá sínum tíma. Haukur segir augljóst að Björn Ingi hafi fengið fötin frítt á kostnað kosningasjóðsins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, enda hafi Björn Ingi passað sig á að þræta ekki fyrir það. Haukur segir rétt að flokkurinn á landsvísu hafi ekki greitt fyrir fötin en bókhaldi einstakra kosningabaráttan sé haldið aðskyldu frá flokksskrifstofunni. Haukur Logi segir að þegar hann hafi setið í stjórn kjördæmasambands Reykjavíkur hafi hann ítrekað kallað eftir reikningum úr kosningabaráttu flokksins. Mjög fáir einstaklingar fái hins vegar að sjá reikningana og hann ekki fengið að sjá þá þrátt fyrir að kosningabaráttan sé háð á ábyrgð stjórnar kjördæmasambandsins. Björn Ingi tilkynnti fréttastofu fyrir hádegi að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið í dag. Í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær svaraði Björn Ingi því ekki beint hvort að hann hefði keypt fötin fyrir peninga flokksins. Björn sagðist þreyttur á innanflokkserjum og þurfa að íhuga hvort að hann treysti sér til að starfa áfram undir merkjum flokksins. Í gærkvöldi sendi Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík frá sér yfirlýsingu þar sem það segist standa fyllilega við bakið á Birni Inga Hrafnssyni. Sambandið segir bréf Guðjóns Ólafs sem sent var vera vanhugsað og alls ekki flokknum og starfinu í Reykjavík til framdráttar. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fyrrverandi formaður ungra Framsóknarmanna segir í pistli heimasíðu sinni augljóst að kosningasjóður hafi borgað fyrir föt Björns Inga í síðustu kosningabáráttu. Hann hafi kallað eftir reikningum kosningabaráttunnar þegar hann sat í stjórn kjördæmasambandsins í Reykjavík en ekki fengið. Upphaf málsins má rekja til bréfs sem að Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, sendi flokksmönnum í Reykjavík. Í bréfinu var meðal annars fjallað um fatakaup forystumannaflokksins í borginni og sagt gróusögur hafi grasserað um að þeir hafi fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2006 keypt sér föt fyrir hundruð þúsunda á kostnað flokksins. Í nýjum pistli á heimasíðu sem að Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður ungra Framsóknarmanna, heldur úti segist Haukur hafa séð fötin á kosningaskrifstofu flokksin sá sínum tíma. Haukur segir augljóst að Björn Ingi hafi fengið fötin frítt á kostnað kosningasjóðsins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, enda hafi Björn Ingi passað sig á að þræta ekki fyrir það. Haukur segir rétt að flokkurinn á landsvísu hafi ekki greitt fyrir fötin en bókhaldi einstakra kosningabaráttan sé haldið aðskyldu frá flokksskrifstofunni. Haukur Logi segir að þegar hann hafi setið í stjórn kjördæmasambands Reykjavíkur hafi hann ítrekað kallað eftir reikningum úr kosningabaráttu flokksins. Mjög fáir einstaklingar fái hins vegar að sjá reikningana og hann ekki fengið að sjá þá þrátt fyrir að kosningabaráttan sé háð á ábyrgð stjórnar kjördæmasambandsins. Björn Ingi tilkynnti fréttastofu fyrir hádegi að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið í dag. Í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær svaraði Björn Ingi því ekki beint hvort að hann hefði keypt fötin fyrir peninga flokksins. Björn sagðist þreyttur á innanflokkserjum og þurfa að íhuga hvort að hann treysti sér til að starfa áfram undir merkjum flokksins. Í gærkvöldi sendi Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík frá sér yfirlýsingu þar sem það segist standa fyllilega við bakið á Birni Inga Hrafnssyni. Sambandið segir bréf Guðjóns Ólafs sem sent var vera vanhugsað og alls ekki flokknum og starfinu í Reykjavík til framdráttar.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira