Innlent

Fíkniefnamál í Eyjum tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra

Mynd/Vísir

Þrjátíu og átta fíkniefnamál hafa komið inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum það sem af er ári og er það nærri tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. Tuttugu og tvö mál komu upp í fyrra samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Í dagbókinni segir einnig að eitt slíkt mál hafi komið upp í liðinni viku en þá voru tveir karlmenn handteknir vegna gruns um að vera með fíkniefni meðferðis. Við leit fundust kannabisefni og viðurkenndi annar mannanna að eiga þau. Sá var einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Er þetta í annað skiptið, núna í haust, sem þessi maður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×