Erlent

Tekjur danska ríkisins af umferðarsektum snarminnka

MYND/GVA

Tekjur danska ríkisins af umferðarsektum hafa snarminnkað síðan í fyrra og nemur samdrátturinn jafnvirði um 5,6 milljarða íslenskra króna.

Hvað fjölda sekta varðar hefur þeim fækkað um 70 þúsund á sama tímabili. Berlingske Tidende segir almennt talið að nýleg endurskipulagning lögreglunnar sé ástæðan fyrir þessari fækkun sekta. Danski aðstoðarríkislögreglustjórinn Erik Justesen er ekki tilbúinn að fallast á þær skýringar fortakslaust og segir ástæðurnar geta verið allt aðrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×