Erlent

Olíuskip sem rænt var í gær tekur brátt höfn í Sómalíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Sómalskir sjóræningjar eru nú á leið til hafnar í Eyl í Sómalíu með risaolíuskipið Sirius Star sem þeir réðust um borð í og rændu í gærmorgun.

Bandaríski flotinn fylgist grannt með skipinu en hefur ekki gripið inn í enn sem komið er. Olían í skipinu var á leið til Bandaríkjanna og nemur verðmæti farmsins rúmlega 100 milljónum dollara. Áhöfn skipsins telur 25 manns af fimm þjóðernum og herma fregnir að hún sé ómeidd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×