Gustafsson hættur hjá Keflavík Elvar Geir Magnússon skrifar 18. nóvember 2008 21:33 Kenneth Gustafsson. Mynd/Heimasíða Keflavíkur Sænski varnarmaðurinn Kenneth Gustafsson hefur yfirgefið herbúðir Keflavíkur en hann hefur verið hjá félaginu í fjögur ár. Hann gekk til liðs við Keflavík sumarið 2005. Ástæða þess að Gustafsson er hættur hjá Keflavík er ástandið í efnahagslífinu. Á heimasíðu Keflavíkur má sjá bréf sem hann skrifaði til stuðningsmanna liðsins en það má einnig sjá hér að neðan. „Kæru félagar og stuðningsmenn Keflavíkur, í dag hef ég fengið samningi mínum við Keflavík rift sem þýðir að ég fer nú frá félaginu. Það geri ég einkum vegna ástandsins sem nú er komið upp á Íslandi og hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtæki í landinu og einnig íþróttafélög. Ég hef verið í liðinu í 3 1/2 ár og þar hafa skipst á skin og skúrir fyrir mig og félagið. Hápunktarnir á vellinum hafa verið leikirnir gegn Mainz í Evrópukeppninni árið 2005, sigurinn í bikarkeppninni árið 2006 og allt síðasta tímabil (ok, nema tveir síðustu leikirnir...). Utan vallar hef ég eignast marga góða vini hér í bæ, skoðað mest allt Ísland (Gaui segir alltaf að ég hafi séð meira af landinu en hann!), klifið Hvannadalshnjúk þar sem ég brann hressilega í framan, heimsótt Mete fyrir austan, Balla Sig. fyrir norðan, farið til Grænlands og ég gæti haldið lengi áfram... Eins og þið sjáið hefur mér liðið vel í Keflavík en allt verður að taka enda og nú er minn tími kominn. Ég vil þakka öllum félögum mínum í Keflavíkurliðinu fyrir samveruna, Kristjáni, Kidda G., Rajko, Dóa, Fal, Jóni Örvari, stjórnarmönnum og starfsmönnum félagsins og síðast en ekki síst PUMA-sveitinni, þið sáuð til þess að það var alltaf gaman að spila fyrir Keflavík. Maður veit aldrei hvað gerist í lífinu, ég gæti komið aftur einhvern daginn en þangað til óska ég liðinu og félaginu alls hins besta og ég er viss um að þið verðið áfram best spilandi fótboltalið Íslands!" Bestu kveðjur, Kenneth." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Sænski varnarmaðurinn Kenneth Gustafsson hefur yfirgefið herbúðir Keflavíkur en hann hefur verið hjá félaginu í fjögur ár. Hann gekk til liðs við Keflavík sumarið 2005. Ástæða þess að Gustafsson er hættur hjá Keflavík er ástandið í efnahagslífinu. Á heimasíðu Keflavíkur má sjá bréf sem hann skrifaði til stuðningsmanna liðsins en það má einnig sjá hér að neðan. „Kæru félagar og stuðningsmenn Keflavíkur, í dag hef ég fengið samningi mínum við Keflavík rift sem þýðir að ég fer nú frá félaginu. Það geri ég einkum vegna ástandsins sem nú er komið upp á Íslandi og hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtæki í landinu og einnig íþróttafélög. Ég hef verið í liðinu í 3 1/2 ár og þar hafa skipst á skin og skúrir fyrir mig og félagið. Hápunktarnir á vellinum hafa verið leikirnir gegn Mainz í Evrópukeppninni árið 2005, sigurinn í bikarkeppninni árið 2006 og allt síðasta tímabil (ok, nema tveir síðustu leikirnir...). Utan vallar hef ég eignast marga góða vini hér í bæ, skoðað mest allt Ísland (Gaui segir alltaf að ég hafi séð meira af landinu en hann!), klifið Hvannadalshnjúk þar sem ég brann hressilega í framan, heimsótt Mete fyrir austan, Balla Sig. fyrir norðan, farið til Grænlands og ég gæti haldið lengi áfram... Eins og þið sjáið hefur mér liðið vel í Keflavík en allt verður að taka enda og nú er minn tími kominn. Ég vil þakka öllum félögum mínum í Keflavíkurliðinu fyrir samveruna, Kristjáni, Kidda G., Rajko, Dóa, Fal, Jóni Örvari, stjórnarmönnum og starfsmönnum félagsins og síðast en ekki síst PUMA-sveitinni, þið sáuð til þess að það var alltaf gaman að spila fyrir Keflavík. Maður veit aldrei hvað gerist í lífinu, ég gæti komið aftur einhvern daginn en þangað til óska ég liðinu og félaginu alls hins besta og ég er viss um að þið verðið áfram best spilandi fótboltalið Íslands!" Bestu kveðjur, Kenneth."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira