Innlent

Handtekinn með falsað vegabréf

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/SK

Útlendingur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að hann var með falsað vegabréf. Hann var að koma frá Noregi sem ferðamaður og sagðist vera frá Sierra Leone en skilríkin reyndust fölsuð.

Ekkert liggur enn fyrir um uppruna mannsins, sem hefur nú leitað hælis sem pólitískur flóttamaður. Útlendingastofnun mun fjalla um mál hans í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×