Erlent

Engin niðurstaða í Írak

MYND/AFP

Stjórnmálaleiðtogar í Írak reyndu árangurslaust að komast að niðurstöðu um framtíð Bandaríska hersins í landinu. Drög að sáttmála gera ráð fyrir því að Bandarískt herlið verði í þrjú ár til viðbótar en margir háttsettir menn í Írak hafa efasemdir um hugmyndina.

Verði sáttmálinn samþykktur gefur það Bandaríkjamönnum leyfi til þess að vera áfram í landinu en ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem gefur herliðinu leyfi til að vera í landinu rennur út í lok þessa árs. Heimildir Reuters herma að allar fylkingar í Írak hafi ákveðnar efasemdir um sáttmálan að Kúrdum undanskildum, sem eru tilbúnir til þess að fallast á hann óbreyttan.

Bandarsískir og íraskir erindrekar komu sér samann um drögin að sáttmálanum í síðustu viku eftir mánaðalöng fundahöld. Á meðal þess sem enn er deilt um eru heimildir íraskra dómstóla til þess að rétta yfir bandarískum hermönnum sem sakaðir eru um alvarlega glæpi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×