Innlent

Skarst á hendi í átökum á mótum Barónsstígs og Hverfisgötu

Lögregla og sjúkralið voru kölluð að mótum Barónsstígs og Hverfisgötu klukkan hálf fimm í dag. Svo virðist vera sem komið hafi til handalögmála á milli nokkurra manna og annars, sem endaði með því að hann var fluttur á slysadeild með stungusár á hendi.

Að sögn lögreglu er maðurinn ekki alvarlega slasaður. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og eru þeir nú í yfirheyrslum. Lögregla segir ekkert vitað um ástæðu árásarinnar að svo stöddu en til stendur að ræða við fórnarlambið sem getur væntanlega upplýst um aðdragandann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×