Litlar breytingar á þjálfaramálum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2008 07:00 Zoran Miljkovic, þjálfari Selfoss, og Ólafur Þórðarson, fyrrverandi þjálfari Fylkis, eru helst taldir koma til greina sem næsti þjálfari Árbæjarliðsins. Fréttablaðið/Pjetur Mörg félög hafa tekið þann pól í hæðina í lok tímabils að skipta um þjálfara. Útlit er fyrir óvenju litlar hræringar að þessu sinni og fátt sem bendir til annars en að ellefu af þeim tólf liðum sem eiga þátttökurétt í Landsbankadeildinni sumarið 2009 muni halda þeim þjálfurum sem fyrir eru núna. Eina þjálfaralausa félagið er Fylkir, sem rak Leif Garðarsson og réð Sverri Sverrisson til þess að stýra liðinu á lokasprettinum. Sverrir hefur lýst því yfir að hann eigi ekki þess kost að þjálfa liðið áfram og Fylkir er því í þjálfaraleit. Tveir þjálfarar eru helst nefndir til sögunnar – Zoran Miljkovic og Ólafur Þórðarson. Miljkovic náði afar eftirtektarverðum árangri með lið Selfoss í 1. deildinni í sumar og var frekar óvænt næstum búinn að koma liðinu upp í Landsbankadeildina. Þarf því ekki að koma á óvart að Árbæingar skuli gefa þjálfaranum skeggjaða auga. Nafn Ólafs Þórðarsonar hefur lengi verið í umræðunni en Ólafur þjálfaði Fylki á sínum tíma og margir Árbæingar myndu fagna endurkomu hans. „Maður veit aldrei hvað gerist í þessu,“ sagði Ólafur spurður hvort hann væri að taka við Fylkisliðinu. „Ég hef heyrt af áhuga Fylkismanna en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað. Ég hefði klárlega áhuga á að taka verkefnið að mér en það virðist vera verk að vinna þar,“ sagði Ólafur, sem stýrði Fylki á árunum 1998 og 1999. Hann sagði að dvölin í Árbænum hefði verið ánægjuleg. Kristján Guðmundsson hjá Keflavík og Ásmundur Arnarsson hjá Fjölni eiga eftir að ganga frá sínum málum. Ekki er þó annað að heyra en að vilji sé hjá báðum þjálfurunum að halda áfram en báðir náðu fínum árangri með sín lið í sumar. Ekkert félag virðist vera á þeim buxunum að reka þjálfara í lok sumars en eini orðrómurinn þess efnis er að Blikar hafi íhugað að losa sig við Ólaf Kristjánsson eftir mikið vonbrigðatímabil í Kópvoginum. Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir þó ekkert hæft í þeim orðrómi. „Nei, það er ekkert hæft í þessum orðrómi. Ef Ólafur vill vera áfram þá verður hann áfram. Ég veit ekki annað en hann vilji vinna fyrir okkur áfram,“ sagði Einar Kristján, sem dregur þó ekki dul á að sumarið hafi verið vonbrigði. „Auðvitað er þetta tímabil geysileg vonbrigði. Við ætluðum okkur mun stærri hluti.“ Nýliðar ÍBV og Stjörnunnar munu halda þjálfurum sínum, þeim Heimi Hallgrímssyni og Bjarna Jóhannssyni. Það er alltaf rætt um þjálfaramál KR í lok sumars en Logi Ólafsson er með samning við félagið og ekki annað að heyra á mönnum en að sá samningur verði virtur. xx xx fréttablaðið/xx Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Mörg félög hafa tekið þann pól í hæðina í lok tímabils að skipta um þjálfara. Útlit er fyrir óvenju litlar hræringar að þessu sinni og fátt sem bendir til annars en að ellefu af þeim tólf liðum sem eiga þátttökurétt í Landsbankadeildinni sumarið 2009 muni halda þeim þjálfurum sem fyrir eru núna. Eina þjálfaralausa félagið er Fylkir, sem rak Leif Garðarsson og réð Sverri Sverrisson til þess að stýra liðinu á lokasprettinum. Sverrir hefur lýst því yfir að hann eigi ekki þess kost að þjálfa liðið áfram og Fylkir er því í þjálfaraleit. Tveir þjálfarar eru helst nefndir til sögunnar – Zoran Miljkovic og Ólafur Þórðarson. Miljkovic náði afar eftirtektarverðum árangri með lið Selfoss í 1. deildinni í sumar og var frekar óvænt næstum búinn að koma liðinu upp í Landsbankadeildina. Þarf því ekki að koma á óvart að Árbæingar skuli gefa þjálfaranum skeggjaða auga. Nafn Ólafs Þórðarsonar hefur lengi verið í umræðunni en Ólafur þjálfaði Fylki á sínum tíma og margir Árbæingar myndu fagna endurkomu hans. „Maður veit aldrei hvað gerist í þessu,“ sagði Ólafur spurður hvort hann væri að taka við Fylkisliðinu. „Ég hef heyrt af áhuga Fylkismanna en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað. Ég hefði klárlega áhuga á að taka verkefnið að mér en það virðist vera verk að vinna þar,“ sagði Ólafur, sem stýrði Fylki á árunum 1998 og 1999. Hann sagði að dvölin í Árbænum hefði verið ánægjuleg. Kristján Guðmundsson hjá Keflavík og Ásmundur Arnarsson hjá Fjölni eiga eftir að ganga frá sínum málum. Ekki er þó annað að heyra en að vilji sé hjá báðum þjálfurunum að halda áfram en báðir náðu fínum árangri með sín lið í sumar. Ekkert félag virðist vera á þeim buxunum að reka þjálfara í lok sumars en eini orðrómurinn þess efnis er að Blikar hafi íhugað að losa sig við Ólaf Kristjánsson eftir mikið vonbrigðatímabil í Kópvoginum. Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir þó ekkert hæft í þeim orðrómi. „Nei, það er ekkert hæft í þessum orðrómi. Ef Ólafur vill vera áfram þá verður hann áfram. Ég veit ekki annað en hann vilji vinna fyrir okkur áfram,“ sagði Einar Kristján, sem dregur þó ekki dul á að sumarið hafi verið vonbrigði. „Auðvitað er þetta tímabil geysileg vonbrigði. Við ætluðum okkur mun stærri hluti.“ Nýliðar ÍBV og Stjörnunnar munu halda þjálfurum sínum, þeim Heimi Hallgrímssyni og Bjarna Jóhannssyni. Það er alltaf rætt um þjálfaramál KR í lok sumars en Logi Ólafsson er með samning við félagið og ekki annað að heyra á mönnum en að sá samningur verði virtur. xx xx fréttablaðið/xx
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira