Lífið

Feginn að vera laus við mömmu og eiginkonuna

John Cleese ásamt móður sinni og fyrrverandi eiginkonu, Alyce Eichelberger.
John Cleese ásamt móður sinni og fyrrverandi eiginkonu, Alyce Eichelberger.

Leikarinn John Cleese, er nýskilinn við eiginkonu sína til fimmtán ára, Alyce Eichelberger en hún er þriðja eiginkona leikarans. Alyce er bandarískur þekktur sálgreinir vestanhafs sem hefur meðal annars skrifað bók um hvernig best sé að eiga við móður sína.

Nýverið sagði leikarinn: „Ég átti hræðilega móður. Það er dagsatt. Hún var svo upptekin að sjálfri sér og hugsaði aðeins um sig. Hún lifði þar til hún varð 101 árs. Ég hélt ég myndi aldrei losna við hana."

Cleese sakar lögfræðinga Alyce um að snúa skilnaðinum yfir í rifrildi um fjármuni og segir hana leggja sig alla fram við að ná peningum af honum. „Skilnaðurinn væri töluvert réttlátari ef við hugleiddum saman en hún er óörugg og reynir að fá eins mikið út úr skilnaðinum og hún getur. Þegar ég skildi í fyrri skiptin var allt mun einfaldara," segir Cleese.

Leikarinn er sjálfur mikill áhugamaður um sálgreiningu, og hefur viðurkennt að hann hafi þjáðst af þunglyndi snemma á ferli sínum. Hann hefur skrifað tvær bækur um sambönd: „Fjölskyldur og hvernig á að lifa þær af", og „Lífið, og hvernig á að lifa það af".










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.