Eva Longoria, ein aðalstjarnan úr sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum, er að eigin sögn mikill aðdáandi Spice Girls. Fyrr á árinu gerði hún sér sérstaka ferð til Englands til að sjá þær syngja í gullgöllunum.
Engan skal undra að Longoria vilji líkjast vinkonu sinni Beckham sem er talin vera einn helsti áhrifavaldur þegar kemur að tísku á alheimsvísu.

Longoria vakti athygli fjölmiðla í gær beggja vegna Atlantshafsins nýkomin heim úr rómantísku fríi með eiginmanninn Tony Parker sér við hlið stuttklippt eins og vinkonur hennar Victoria Beckham og Katie Holmes, eiginkona Tom Cruise.