Lífið

Rhys Ifans leitar huggunar í óhollustu

Rhys Ifans einmana á götuhorni.
Rhys Ifans einmana á götuhorni.

Það hefur ekki farið fram hjá heimspressunni að breska leikaraparið, Sienna Miller og Rhys Ifans er hætt saman.

Sienna eyðir tíma sínum berbrjósta með harðgiftum leikara, Balthazar Getty, sem er fjögurra barna faðir, í sólinni á Ítalíu.

Ifans tekst hinsvegar á við erfiðan söknuðinn með því að leita huggunar með drykkju og óhollustu.

Ljósmyndarinn sem myndaði Ifans á götuhorni í Notting Hill var ekki viss hvort Ifans væri umrenningur sitjandi einn út á stétt eða leikarinn góðkunni.

Þrátt fyrir að afbrýðisemi Ifans hafi gert út af við samband hans og Miller virðast breskir fjölmiðlar hafa mikla samúð með leikaranum sem stendur á sama um allt eftir sambandsslitin að sögn félaga hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.