Lífið

Gummi Jóns kveikti í mér, segir Sigurjón Brink

Sigurjón Brink.
Sigurjón Brink.
„Ég er búinn að ganga lengi með í maganum að ráðast í sólóplötu," svarar Sigurjón Brink tónlistarmaður þegar Vísir spyr hvað hann aðhefst um þessar mundir.

„Ég kynntist Guðmundi Jónssyni Sálarmanni þegar við unnum saman í Laugardagslögum og það var það sem kveikti í mér að gera þetta strax og við ákváðum að gera þetta saman. Að hann kæmi inn og pródúseraði plötuna með mér ."

„Á plötunni verða lög eftir sjálfan mig og Gumma. Ég er búinn að setja eitt lag í spilun í útvarpi sem heitir Flökkuhjartað. Það er svona fyrsta lagið sem kemur til með að vera á plötunni. Nú vinnum við hörðum höndum að því að klára plötuna."

„Já ég stefni á það. Ég er alltaf á ferð á flugi með gítarinn og vinn nánast eingöngu við þetta," svarar Sigurjón aðspurður hvort hann ætli að fylgja plötunni eftir.

„Ég hef verið mikið að spila með Gunna Óla. Við höfum verið í dúói og komið fram. Þetta er langþráður draumur. Ég tók ákvörðun að gera þetta undir eigin nafni en nafn plötunnar hef ég ekki fundið ennþá. Ég bið fólk bara að senda mér línu," segir Sigurjón kíminn.

myspace.com/sjonnibrink








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.