Lífið

Bjorn í Abba þjáist af minnisleysi

Bjorn Ulvaeus og Anni-Frid Lyngstad, tveir meðlimir Abba,  voru viðstödd á frumsýningu myndarinnar Mamma Mia í London þar sem hann ræddi opinskátt um minnisleysið.
Bjorn Ulvaeus og Anni-Frid Lyngstad, tveir meðlimir Abba, voru viðstödd á frumsýningu myndarinnar Mamma Mia í London þar sem hann ræddi opinskátt um minnisleysið.

Bjorn Ulvaeus, einn af fjórum meðlimum sænsku hljómsveitarinnar Abba, tekst á við minnisleysi en hann man ekkert deginum lengur og þá sér í lagi frá tímanum þegar hljómsveitin var á hátindi frægðarinnar.

Árið 1974 sigraði Abba Eurovisionkeppnina sem haldin var í Brighton með lagið Waterloo en Bjorn, sem var á þeim tíma giftur ljóskunni Agnethu Faltskog, heldur því fram að hann muni ekkert frá þeim viðburði.

Bjorn segist ekki muna neitt þrátt fyrir að hafa látið dáleiða sig, skoðað gamlar myndbandsupptökur og jafnvel hitt gamla skólafélaga í von um að muna eitthvað úr fortíðinni.

Hann skildi við Agnethu árið 1979 og er í dag hamingjusamlega giftur sænskri blaðakonu og á með henni tvær dætur.

„Margir muna hvar þeir voru staddir og hvernig þeim leið kvöldið sem við sigruðum Eurovision en ekki ég. Ég man ekki eftir að hafa staðið á sviðinu. Mér líður eins og ég hafi ekki verið þarna. Þrátt fyrir frægðina verð ég þunglyndur yfir minnisleysinu og sjálfsmatið er hrunið," segir Bjorn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.