Íslenski boltinn

Þróttur fær lánaðan sóknarmann frá Herfölge

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jesper Sneholm í baráttunni.
Jesper Sneholm í baráttunni. Mynd/Heimasíða Herfölge

Þróttur hefur bætt við sig sóknarmanni fyrir baráttuna framundan í Landsbankadeildinni. Liðið hefur náð samkomulagi um að fá Jesper Sneholm lánaðan frá Herfölge í Danmörku.

Dennis Danry, miðjumaður Þróttar, lék með Herfölge og á stóran þátt í því að Sneholm er nú á leiðinni. Sneholm mun fá keppnisleyfi með Þrótti um leið og félagaskiptaglugginn opnar, þann 15. júlí, og verður lánaður út tímabilið.

Sneholm er á 21. aldursári. Fyrir tímabilið hafði Þróttur tryggt sér Viktor Unnar Illugason á lánssamningi frá Reading en Viktor meiddist rétt fyrir mót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×