Innlent

Framboð til Öryggisráðs SÞ eins og Ólympíuþjálfun

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist hafa talið það rétt að taka þátt í kosningabaráttu fyrir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það væri eins og að þjálfa fyrir Olympíuleika. Þettta segir ráðherra á vefsíðu sinni.

„Fréttir bárust í dag um, að Ísland hefði ekki náð kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Tyrkir fengu 151 atkv., Austurríki 133 atkv. og 87 atkv. Ég taldi á sínum tíma rétt, að tekið yrði þátt í þessari kosningabaráttu, því að það væri eins og að þjálfa fyrir Ólympíuleikana. Væntanlega verður skrifuð skýrsla um málið, svo að unnt sé að draga af því lærdóm," segir ráðherra orðrétt.

Viðbrögð við niðurstöðu kosningarinnar hafa verið misjöfn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í kvöld að hún hefði orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum. Hún taldi að fjármálakreppan og samskipti íslenskra og breskra stjórnvalda hefðu haft áhrif á úrslitin.

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, sagði hins vegar í samtali við Vísi í dag að hún vonaðist til þess að menn gætu farið að leysa gjaldeyrisvandann og leita lausna á deilunni við Breta. Katrín sagði að markmið með setu í Öryggisráðinu hefðu ekki verið nógu skýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×