Innlent

Snarpur skjálfti í Vatnajökli skammt frá upptökum Skaftárhlaups

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Egill Aðalsteinsson

Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter varð fimm kílómetra austin við Hamarinn í Vatnajökli um klukkan 10.40 í morgun. Fram kemur í tilkynningu frá eftirlitsdeild eðlisfræðisviðs Veðurstofu Íslands að fólk hafi orðið vart við skjálftann, en það var statt nokkrum kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur.

Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að upptök skjálftans hafi verið sunnan við Bárðarbungu og austan Hamarinn, ekki ýkja langt frá upptökum Skaftárhlaupsins sem varð á dögunum. Aðspurður hvort hlaupið og skjálftinn tengist segir Einar að hægt sé að vera með vangaveltur um slíkt en menn hafi engar beinar upplýsingar um það. Hann telji ólíklegt að svo sé.

Einar bendir á að skjálftavirkni sé á þessum slóðum. Töluverð skjálftavirkni hafi verið á þessum slóðum árið 1996 í tengslum við eldsumbrot í Gjálp. Engar skýrar vísbendingar séu um að skjálftinn í dag sé fyrirboði einhvers stærra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×