Erlent

Bréf með dufti til bandarískra banka

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rúmlega þrjátíu skammarbréf sem hafa auk þess innihaldið óþekkt hvítt duft, hafa verið send bandarískum bönkum upp á síðkastið.

Alríkislögreglan FBI og rannsóknarstofnun póstmála rannsaka nú málið og segja að ekki sé um hættulegt efni að ræða en tjá sig ekki nánar um það á meðan á rannsókn stendur. Bankar í að minnsta kosti átta ríkjum Bandaríkjanna hafa fengið bréf sem þessi með póstinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×