Fótbolti

Terim hættir með Tyrkland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Terim baðar sig í sólinni.
Terim baðar sig í sólinni.

Fatih Terim hefur gefið það út að hann muni líklega láta af störfum sem þjálfari tyrkneska landsliðsins. Tyrkland tapaði í gær fyrir Þýskalandi í undanúrslitum Evrópumótsins.

Tyrkir léku virkilega vel á mótinu og voru óheppnir í leiknum í gær eftir að hafa stýrt leiknum stærstan hluta.

„Ég óska Þjóðverjum til hamingju og vona að þeim vegni vel í úrslitaleiknum. Ég er hinsvegar stoltur af mínu liði. Menn sýndu heiminum hversu gott lið við erum," sagði Terim. „Við kveðjum þessa keppni sem eitt litríkasta lið hennar."

Þá hefur markvörðurinn Rustu Recber ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna en hann leikur með Besiktas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×