Fótbolti

Aragones: Villa ekki með í úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Aragones í rigningunni í Vínarborg í kvöld.
Luis Aragones í rigningunni í Vínarborg í kvöld. Nordic Photos / AFP

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánar, telur það útilokað að David Villa verði með í úrslitaleiknum gegn Þýskalandi á sunnudaginn.

„Ég held að hann hafi meitt sig þannig að það verði ómögulegt fyrir hann að ná sér aftur fyrir úrslitaleikinn," sagði Aragones í sjónvarpsviðtali eftir leik.

Hann var annars kampakátur með 3-0 sigurinn á Rússum í kvöld. „Það er vitaskuld frábært að komast í úrslitin. Þangað vildum við komast og við erum mjög ánægðir. En þetta verður erfiður leikur gegn Þýskalandi enda með mjög gott lið."

„Fyrri hálfleikur var erfiður," sagði hann að öðru leyti um leikinn í kvöld. „Við vorum lengi að komast almennilega inn í leikinn en þegar það gerðist gekk vel hjá okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×