Erlent

Sómalskir sjóræningjar taka grískt flutningaskip

Sómalskur sjóræningi, grár fyrir járnum og sólgleraugum.
Sómalskur sjóræningi, grár fyrir járnum og sólgleraugum.

Sómalskir sjóræningjar hertóku í gær grískt flutningaskip á Aden-flóa undan strönd Sómalíu. Gerðist þetta þrátt fyrir herskipaflota sem er á svæðinu sjófarendum til verndar.

Að sögn talsmanns Austur-Afríku-sjófarendahjálparinnar í Mombasa eru bíræfnar aðgerðir sjóræningja á svæðinu túlkaðar sem skilaboð þeirra til umheimsins um að sjóræningjarnir geti farið sínu fram að vild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×