Innlent

Sækja stíft í gróðurhúsalampana

Fimm tilkynningar bárust lögreglunni á Selfossi um innbrot í sumarbústaði í Árnessýslu í síðustu viku.

Þrír bústaðanna voru í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi, einn í Öndverðarnesi og einn í landi Gjábakka við Þingvelli. Úr flestum húsunum var stolið flatskjáum og einhverjum smærri munum en málin eru öll óupplýst.

Þá kemur einnig fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi að á rúmlega viku hefur verið brotist inn í þrjár gróðrastöðvar. Í tveimur þeirra var stolið samtals 17 gróðurhúsalömpum en hver og einn kostar á bilinu 20-30 þúsund krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×