Lífið

Brangelina gæti fengið tíu milljónir dollara fyrir barnamyndir

MYND/Getty
Það er arðsamt að eignast börn í Hollywood, og hafa nýjustu mömmurnar í kvikmyndaborginni fengið dágóðar fúlgur fyrir myndir af börnunum sínum. Á árinu hefur Christina Aguilera hirt tæpar tvær milljónir dollara fyrir sínar barnamyndir, Nicole Richie eina og Jennifer Lopez heilar sex milljónir, enda tvöfalt barnalán á því heimilinu.

Barry Levine, ritstjóra National Enquirer er ekki skemmt. Í viðtali við New York Post segir hann að að barnamyndirnar séu orðnar að gróðamaskínu fyrir stjörnurnar, sem séu búnar að semja um réttinn löngu áður en börnin fæðast. Að mati Levine gætu myndirnar af nýjustu afurð Brangelinu halað inn allt að tíu milljónir dollara, eða sem samsvarar tæpum 750 milljónum króna.

Í greininni er haft eftir öðrum ritstjóra að það fari að líða að því að stjörnurnar eignist börn bara til þess að selja af þeim myndir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.