Lífið

Lily Allen ofurölvi í slagsmálum - myndir

Lily Allen.
Lily Allen.

Breska söngkonan Lily Allen er ekki fyrr búin að biðja bresku þjóðina innilegrar afsökunar á heimasíðu sinni fyrir að hafa drukkið fullmikið á árlegri hátíð Glamour magazine sem var haldin í tilefni af vali á konu ársins í júní síðastliðnum en hún lendir í slagsmálum haugadrukkin.

Ekki er heldur langt síðan Lily hélt óvænta geirvörtusýningu fyrir fjölda ljósmyndara sem elta hana á röndum.

Um helgina réðst söngkonan síðan með kreppta hnefana að konu sem öskraði blótsyrði í hennar garð fyrir utan næturklúbb í Lundúnum.

Ljósmyndarar voru ekki langt undan og mynduðu slagsmálahundinn Lily, sem var ofurölvi, þegar hún gerði atlögu að ókunnri konunni, eins og myndirnar sýna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.