Innlent

Grunaður um að hafa kveikt í sumarbústað

Karlmaður, sem var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun, eftir að eldur kom upp í sumarbústað í Miðfellslandi við Þingvallavatn aðfararnótt sunnudags, er grunaður um að hafa kveikt í bústaðnum.

Hann er jafnframt grunaður um að hafa ráðist á konu, sem með honum var, og að hafa veitt henni áverka.

Þau voru bæði handtekin og yfirheyrð um leið og þau voru útskrifuð af sjúkrahúsi, en látin laus án þess að gæsluvarðhalds væri krafist. Yfirheryslum er ekki lokið. Bústaðurinn brann til kaldra kola




Fleiri fréttir

Sjá meira


×