Innlent

Tafir af völdum umferðaróhapps í nærri klukkustund

Töluverðar tafir urðu á umferð á Vesturlandsvegi í Ártúnsbrekku á níunda tímanum vegna umferðaróhapps sem varð laust fyrir klukkan átta.

Árekstur mun hafa orðið í brekkunni til móts við brúna yfir Elliðaárnar og þurfti að kalla til kranabíl til þess að fjarlægja bíl þaðan. Engin slys urðu á fólki í óhappinu að sögn lögreglu. Bílaumferð gekk hægt meðan verið var að hreinsa til á staðnum þar sem óhappið varð en um níuleytið fór að greiðast úr henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×