Innlent

Kompás í kvöld: LUKOIL á bak við olíuhreinsistöð

Rússneskir sérfræðingar í olíuiðnaði sem Kompás ræðir við í þættinum í kvöld telja líklegast að risaolíufyrirtækið LUKOIL tengist áformum um að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þeir telja að slík stöð myndi falla vel að útrásaráformum rússneska olíurisans auk þess sem það myndi bæta ímynd fyrirtækisins að fá að standa að slíkri framkvæmd á Íslandi.

Ólafur Egilsson talsmaður Íslensks hátækniiðaðar ehf., sem hefur haft frumkvæði að þessu verkefni á Íslandi, neitar að gefa upp hvaða fyrirtæki muni eiga og reka olíuhreinsistöðina. Hann hefur sagt það eitt að þetta séu rússneskir og bandarískir aðilar. Þess má geta að LUKOIL er að fimmtungi í eigu bandaríska olíufyrirtækisins Conoco-Phillips.

Fyrir 10 árum var kannaður kostur þess að reisa olíuhreinsistöð á Íslandi í samstarfi við fyrirtækið MD-SEIS. Í Kompási í kvöld er upplýst að MD-SEIS var á þessum árum að hluta til í eigu LUKOIL. Ennfremur er á það bent að MD-SEIS er forveri rússneska fyrirtækisins Katamak-Nafta sem er í dag samstarfsaðili Íslensks hátækniiðanaðar.

Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum er framkvæmd sem áætlað er að kosti hátt í 300 milljarða króna og yrði langstærsta framkvæmd Íslandssögunanr. Hún myndi vinna úr 8 milljónum tonna af hráolíu á ári. Slíkri stöð myndi fylgja mikil umferð olíuskipa við landið eða á milli 2-300 skip á ári, með hráefni til stðvarinnar og afurðir á markað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×