Erlent

Líkir ástandinu við Kreppuna miklu

Alistair Darling
Alistair Darling

Alistair Darling þingmaður verkamannaflokksins lýsir þeim lausafjárskorti sem nú ríkir sem „stærsta efnahagsáfalli" heimsins frá því í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Hann segir að sjö stærstu iðnríki heims, svo kölluð G7 ríki, verði að grípa til aðgerða. Slíkar aðgerðir þyrftu að fela í sér meiri stjórn á efnahagslífinu.

Ráðherrar sjö stærstu iðnríkja heims funda um helgina með Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar munu þeir ræða um leiðir til þess að öðlast betri sýn á fjármálakerfið og leiðir til að ná aðgengi að fjármagni. Einnig er líklegt að þeir muni ræða sveiflur á gjaldeyrismarkaðnum og stöðu Bandaríkjadals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×