Innlent

Mótmælt við sendiráð Kínverja á morgun

Mótmælin hefjast klukkan þrettán á morgun. Mynd/ Birgitta.
Mótmælin hefjast klukkan þrettán á morgun. Mynd/ Birgitta.

Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið við Víðimel í Reykjavík á morgun klukkan 13. Tilgangur mótmælana er tvíþættur samkvæmt tilkynningu frá fundarboðendum. Annars vegar að þrýsta á kínversk yfirvöld að virða mannréttindi Tíbeta og hleypa alþjóðlegum mannréttindasamtökum inn í landið. Hins vegar að sýna Tíbetum stuðning í þeirra baráttu fyrir frelsi í sínu eigin landi.

„Nú er mánuður liðinn síðan mótmæli brutust út í Lhasa. Skelfilegar sögur berast þaðan um hvernig ástandið er í landinu þrátt fyrir að fólk þurfi að leggja sig í lífshættu til að gefa heiminum brotakenndar myndir af því hvað þessi þjóð þarf að þola undir hinum kínverska járnhæl. Flóttafólk nefnir miklu hærri tölur en hafa verið gefnar út opinberlega og tala um að 2000 manneskjur hafi verið drepnar í tengslum við mótmælin. Fólk er dregið út af heimilum sínum, börn og unglingar líka og skotnir út á götu til að hræða fólk til hlýðni. Sökin þarf oft ekki að vera meiri en að neita að afneita Dalai Lama eða eiga mynd af honum," segir í tilkynningu frá mótmælendum

Mótmælendur hvetja fólk til að kynna sér málefni Tíbeta á vefnum tibet.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×