Lífið

Hlýtur Óskarinn í hársnyrtigeiranum

Sigrún er að vonum ánægð með árangurinn.
Sigrún er að vonum ánægð með árangurinn.
„Þetta er eins og Óskarinn í þessum geira. Það gerist ekki betra en þetta," segir Sigrún Ægisdóttir hársnyrtir og eigandi Hársögu. Hún er á leið til Hollywood að taka á móti hinum virtu Global Salon Business Award verðlaunum.

Sigrún var valin hársnyrtir ársins 2007 á Íslandi. Í kjölfarið var hún tilnefnd til alheimsverðlauna Global Salon Business Awards, og þurfti að senda þeim ferilskrá, myndir og upplýsingar um sig og stofuna. Skömmu síðar fékk hún sendingu frá aðstandendum verðlaunanna þar sem henni er tilkynnt að hún sé einn 75 vinningshafa, en fleiri en þrjú þúsund voru tilnefndir. Henni var því boðið að koma til Hollywood að taka á móti verðlaununum, en þau verða afhent í kvikmyndaborginni við hátíðlega athöfn þann níunda júní.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.