Lífið

Heigl vill hætta í Gray's Anatomy

Einungis eru liðnir nokkrir þættir af nýjustu þáttaröð Gray's Anatomy, en ein aðalstjarna þáttanna, Katherine Heigl, getur ekki beðið eftir að þeir klárist. Vinur leikkonunnar sagði í viðtali við Us Weekly að hún vinni eins og skepna, og finnist kominn tími á að skipta um starfsumhverfi.

Fyrir fimmtán mánuðum endurnýjaði Heigl samning sinn við framleiðendur þáttanna. Í millitíðinni hefur hún leikið aðalhlutverk í hinum gríðarvinsælu „Knocked Up" og „27 Dresses". Henni finnst því ljóst að henni geti gengið vel í Hollywood, og getur ekki beðið eftir að losna við sjónvarpsharkið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.