Fótbolti

Ballack skaut Þýskalandi áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Ballack skoraði sigurmark Þjóðverja.
Michael Ballack skoraði sigurmark Þjóðverja.

Þýskaland komst í átta liða úrslit Evrópumótsins í kvöld með 1-0 sigri á Austurríki. Michael Ballack skoraði eina mark leiksins með glæsilegu þrumuskoti beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.

Króatar unnu Pólverja 1-0 í kvöld en Króatar voru búnir að tryggja sér í átta liða úrslitin fyrir kvöldið. Þýskaland og Króatía komast því upp úr B-riðlinum.

Þjóðverjar mæta Portúgal í átta liða úrslitum en Króatar mæta Tyrkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×