Fótbolti

Weiss boðið starfið hjá Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vladimir Weiss, stjóri Artmedia Bratislava í Slóvakíu.
Vladimir Weiss, stjóri Artmedia Bratislava í Slóvakíu. Nordic Photos / AFP

Slóvakinn Vladimir Weiss segir að sér standi til boða að taka við skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts sem Guðjón Þórðarson hefur verið orðaður við.

Weiss sagði í samtali við Daily Record í Skotlandi að hann hefði átt viðræður við Vladimir Romanov, eiganda Hearts, í Litháen um helgina. „Já, hann bauð mér starfið," sagði Weiss. „Á mánudaginn (í dag) mun ég segja hvort ég geti tekið starfið að mér."

Hvít-Rússinn Andrei Zygmantovich hefur einnig verið orðaður við starfið, rétt eins og Guðjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×