Lífið

Keys og White sameinast í Bond

Alicia Keys á verðlaunaafhendingu í seinasta mánuði. Hún mun syngja næsta Bondlagið með söngvaranum Jack White. MYND/AFP
Alicia Keys á verðlaunaafhendingu í seinasta mánuði. Hún mun syngja næsta Bondlagið með söngvaranum Jack White. MYND/AFP

Söngkonan Alicia Keys og söngvarinn Jack White munu syngja dúett í næstu kvikmynd um njósnara hennar hátignar sjálfan Bond, James Bond.

Myndin - Quantum of Solace - verður frumsýnd í lok árs og skartar Daniel Craig í aðalhlutverki en hann þótti standa sig einstaklega vel í frumraun sinni sem Bond í Casino Royale fyrir tveimur árum.

Miklar vonir eru bundnar við samstarf þeirra Keys og White en það mun vera í fyrsta sinn sem þemalag Bondmyndar verður sungið af dúett.

Bresku söngkonurnar Amy Winehouse, Duffy eða Leona Lewis voru taldar líklegar til að hljóta verkefnið en eins og áður sagði var hin bandaríska Alicia Keys fyrir valinu.

Fimm nýjustu Bondlögin:

- You Know My Name með Chris Cornell í Casino Royale frá 2006

- Die Another Day með Madonnu frá 2002

- The World Is Not Enough með Garbage frá 1999

- Tomorrow Never Dies með Sheryl Crow frá 1997

- GoldenEye með Tinu Turner frá 1995










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.