Innlent

Meintir nauðgarar látnir lausir

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Fjórum karlmönnum sem grunaðir voru um að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku fyrr í vikunni, hefur verið sleppt úr haldi. Mennirnir voru handteknir á þríðjudag og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í viku.

Að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, leiddi rannsókn lögreglunnar svo til þess að í gær þóttu ekki vera skilyrði til þess að halda mönnunum lengur í gæsluvarðhaldi. Þeir voru því látnir lausir en rannsókn málsins heldur áfram.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×